Dr. Bæk á ferðinni í Þorlákshöfn

Heilsudagar hófust í Ölfusinu í gær en þá stóð Ferðamálafélag Ölfuss fyrir gönguferð á Bjarnarfell.

Í dag kl. 17:30 mun Sesselja Traustadóttir halda fyrirlestur í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar um samgönguhjólreiðar og viðhorf íbúa Ölfuss til þeirra. Eftir fyrirlesturinn mun Dr. Bæk ástandsvotta, pumpa og smyrja hjólin.

Margt fleira er í boði á Heilsudögum; á miðvikudag verður fyrirlestur um heilsu fólks óháð holdafari og næsta mánudag mun Golfklúbbur Þorlákshafnar bjóða til golfveislu. Sportfatamarkaður verður í íþróttamiðstöðinni á fimmtudag og á laugardag verða m.a. körfuknattleiksþrautir og leikir í íþróttahúsinu.