Dímonarkeppendur sigursælir á héraðsglímu HSK

Héraðsglíma HSK í flokkum drengja 11 ára og yngri til 20 ára og stúlkna 11 ára og yngri til 16 ára fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli laugardaginn 14. apríl síðastliðinn.

Keppendur komu til leik frá fimm félögum á HSK svæðinu.

Stigakeppni mótsins var tvískipt. Í drengjaflokkum 20 ára og yngri sigraði Dímon með yfirburðum, en samtals fengu keppendur Dímonar 62 stig. Þjótandi varð í öðru sæti með 17 stig og Tungnamenn hlutu 14 stig. Í stúlknaflokkum hlutu Dímonarstelpur 40 stig, Þjótandi kom næst með 14 stig, þá Garpur með 9 stig og Laugdælir voru með 5 stig.

Keppni í karla- og kvennaflokkum var frestað vegna þátttökuleysis. Fram hefur komið sú hugmynd að Skjaldarglímurnar fari fram laugardaginn 26. maí í Þingborg í tengslum við vorhátíð Flóamanna, Fjör í Flóa.
Fyrri greinLokatónleikar kórs ML
Næsta greinVegferð til velferðar – Skólakerfið, þróun og staða