Dímon vann stigakeppnina á aldursflokkamótinu

Hluti af sigurliði Dímonar á aldursflokkamótinu. Ljósmynd/HSK

Aldursflokkamót HSK í frjálsíþróttum 11-14 ára var haldið í Lindexhöllinni á Selfossi síðastliðinn sunnudag, þann 11. janúar. Átta félög af sambandssvæðinu tóku þátt að þessu sinni.

Mörg afrek litu dagsins ljós og margir að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum. Dímon vann stigakeppni mótsins í fjórða sinn í sögu keppninnar, en fyrsta innanhússmót HSK í þessum aldursflokkum var haldið árið 1969.

Dímonarkrakkarnir náðu samtals í 197,5 stig. Lið Selfoss endaði í öðru sæti í stigakeppninni með 158 stig og Þjótandi varð í þriðja sæti með 119,5 stig.

Úrslit mótsins má sjá á nýju mótakerfi FRÍ, Roster Athletics.

Fyrri greinStór töp á heimavelli