Dímon vann öruggan sigur

Dímon sigraði stigakeppni félaganna þegar héraðsmót HSK í borðtennis fór fram á Hvolsvelli á dögunum.

Keppendur komu frá fjórum félögum á HSK svæðinu, þ.e. Garpi, Heklu, Selfoss og Dímon. Til leiks voru skráðir 46 keppendur á aldrinum 7-57 ára. Fjórir komu frá Heklu, einn frá bæði Selfoss og Garpi en aðrir keppendur voru frá Dímon.

Dímon vann stigakeppnina örugglega með 149 stig, Hekla varð í örðu sæti með 16 stig, Garpur í þriðja með 2 stig og Selfoss í fjórða sæti án stiga.

Fyrri greinBanaslys á Suðurlandsvegi
Næsta grein„Í þessu formi er rófan ofurfæða“