Dímon vann alla flokka á Fjórðungsglímu Suðurlands

Keppendur í karlaflokki á Fjórðungsglímu 2025. Mynd/HSK

Fjórðungsglíma Suðurlands 2025 var haldin í íþróttahúsinu á Hvolsvelli síðastliðinn fimmtudag. Alls mættu 27 keppendur til leiks frá tveimur félögum.

Ingvar Máni Bjarnason úr Dímon varð fjórðungsmeistari karla í fyrsta sinn, eftir hörkukeppni við félaga sína úr Dímon, þá Heimi Árna Erlendsson, sem varð annar og Runólf Mar Þorkelsson varð þriðji.

Þá unnu Dímonarkeppendur alla flokka barna og unglinga á mótinu. Fjórðungsmeistarar urðu þau Katla Kolbrún Hoffritz, Franek Nogel, Elvíra Sigurðardóttir, Héðinn Bjarni Antonsson, Viktoría Alba, Matthías Magnússon, Sæþór Jóhannsson, Jens Eyvindur Ágústsson og Micha Dmitrogsezyn.

Keppt var í níu flokkum barna og unglinga og karlaflokki. Keppni í nokkrum flokkum féll niður vegna þátttökuleysis.

Heildarúrslit eru á www.hsk.is.

10 ára drengir.
10 ára stúlkur.
15 ára piltar.
Fyrri greinÖruggur sigur á heimavelli
Næsta greinÞrjú verkefni hljóta samfélagsstyrk Krónunnar á Suðurlandi