Dímon sigraði í fyrsta sinn

Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss um síðustu helgi. Það bar helst til tíðinda á mótinu að Dímon vann stigakeppni mótsins í fyrsta sinn.

Mótið hefur verið haldið árlega í 40 ár, en fyrsta mótið var haldið árið 1973.

Dímon vann raunar stigakeppnina með yfirburðum, hlaut alls 107 stig, sannarlega glæsilegur árangur hjá Dímonarkrökkum og Helga Jens Hlíðdal þjálfara félagsins. Hamar varð í öðru sæti með 45 stig, Selfoss varð í þriðja með 39 stig og Hekla kom næst með 20 stig. Þessi fjögur félög sendu samtals 62 keppendur á mótið og þar af voru 41 sem voru 10 ára og yngri.

Hallgerður Höskuldsdóttir, Suddeild Umf. Selfoss fékk viðurkenningu fyrir mestu bætingu milli ára fyrir 50m bringusund. Tími hennar árið 2012 var 1:30,91 mín, en í ár 1:09,69 mín. Bætingin var því 21,22 sek milli ára.

Fyrri greinEden og tívolílóðir undir ferðaþjónustu
Næsta grein50 milljónir í ljósleiðara