Dímon með tvo bikara á unglingamóti HSK

Þrjú efstu liðin í stúlknaflokki. Ljósmynd/HSK

Föstudaginn 13. maí hélt Dímon og blaknefnd Héraðssambandsins Skarphéðins unglingamót HSK í blaki á Hvolsvelli.

Til leiks mættu lið frá þremur félögum og er það aukning frá síðustu árum, meðal annars mætti Hamar með stúlknalið, sem er fagnaðarefni.

Keppnin var jöfn og spennandi en svo fór að Dímon A sigraði bæði í stúlkna- og drengjaflokki.

Úrslit voru þessi
Stúlkur 16 ára og yngri
1. sæti Dímon A – 6 hrinur
2. sæti Dímon B – 3 hrinur
3. sæti Hamar – 2 hrinur
4. sæti Hekla – 1 hrina

Drengir 16 ára og yngri
1. sæti Dímon A – 4 hrinur
2. sæti Hekla – 2 hrinur
3. sæti Dímon B

Liðin sem tóku þátt í drengjaflokki. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinMeirihlutaviðræður hafnar í Hveragerði
Næsta greinElín náði ekki kjöri vegna útstrikana