Dímon-Hekla með tvö lið á Íslandsmótinu í blaki

Lið Dímonar-Heklu í 3. deildinni. Ljósmynd/Aðsend

Blakdeild Dímonar-Heklu hélt aðra umferð Íslandsmóts kvenna í blaki, í samvinnu við Blaksamband Íslands, um síðustu helgi.

Dímon-Hekla er með lið í 3. deild og var hún spiluð á Hellu og endaði liðið í 3. sæti. Úrslitakeppnin verður svo spiluð á Siglufirði helgina 26.-27. mars.

Dímon-Hekla er líka með lið í 4. deild og var hún spiluð á Hvolsvelli. Liðið endaði í 7. sæti og verður úrslitakeppnin spiluð á Akureyri, sömuleiðis helgina 26.-27. mars.

Í hvorri deild eru tólf lið og það er því óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör í íþróttahúsunum í Rangárþingi um síðustu helgi en alls voru spilaðir 54 leikir.

Lið Dímonar-Heklu í 4. deildinni. Ljósmynd/Aðsend
Spilaðir voru 54 blakleikir á mótinu í Rangárþingi. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinFimm í framboði hjá Framsókn
Næsta greinMikil forföll kennara í Sunnulækjarskóla raska kennslu