Dímon-Hekla Íslandsmeistari í 3. deild

Lið Dímonar-Heklu sem varð Íslandsmeistari í 3. deild kvenna. Ljósmynd/Aðsend

Kvennalið Dímonar-Heklu varð um helgina Íslandsmeistari í blaki í 3. deild. Úrslitahelgin í 3. deildinni var spiluð á Siglufirði um síðustu helgi og Dímon-Hekla varð þar Íslandsmeistari í A-riðli.

Fjórðu deildarlið Dímonar-Heklu náði sömuleiðis góðum árangri á sínu móti sem leikið var á Akureyri. Dímon-Hekla keppti í B-úrslitum í 4. deildinni og varð þar í 2. sæti.

Lið Dímonar-Heklu varð í 2. sæti í sínum riðli í 4. deildinni. Ljósmynd/Aðsend

 

Fyrri greinGöngumaður fór á mis við félaga sína
Næsta greinListi Framsóknar í Árborg samþykktur