Dímon-Hekla HSK meistari í blaki kvenna

Dímon-Hekla A sigraði á mótinu. Ljósmynd/HSK

Seinni umferðin í héraðsmóti kvenna í blaki var leikin á Laugarvatni síðastliðið þriðjudagskvöld og mættu sjö lið til leiks, eins og í fyrri umferðinni.

Dímon-Hekla mætti til leiks með þrjú lið og náði A-lið þeirra að verja titilinn.

Leiknir voru þrír leikir og því sex lið að spila í einu. Sjöunda liðið dæmdi og sá um ritararborðið sem var áskorun, en gekk mjög vel. Margar konur stigu sín fyrstu spor í dómgæslu á mótinu og allir hjálpuðust að að láta þetta ganga upp.

Úrslit urðu þessi:
1.sæti Dímon-Hekla A / 11 unnar hrinur
2.sæti Hamar A / 10 unnar hrinur
3.sæti Dímon-Hekla B / 8 unnar hrinur
4.sæti Hrunakonur / 6 unnar hrinur
5.sæti Dímon-Hekla C / 4 unnar hrinur
6.sæti Laugdælur 3 / unnar hrinur
7.sæti Hamar B / 0 unnar hrinur

Hamar A varð í 2. sæti. Ljósmynd/HSK
Dímon-Hekla B varð í 3. sæti. Ljósmynd/HSK
Fyrri greinHvaða áherslur viljið þið sjá á næsta kjörtímabili?
Næsta greinDagný skoraði í 100. landsleiknum