Dímon/Hekla hraðmótsmeistari kvenna í blaki

Sigurlið Dímonar/Heklu.

Þrítugasta hraðmót HSK í blaki kvenna var haldið á Laugarvatni 13. október síðastliðinn. Ellefu lið voru mætt til leiks sem er ótrúlega góð þátttaka, en liðin sem mættu komu frá Dímon-Heklu, Hamri, Hrunakonum, Hvöt, Mími og Laugdælum.

Mótið gekk nokkuð vel þrátt fyrir örlitlar seinkanir, enda varla við öðru að búast þegar 32 leikir eru spilaðir á einni kvöldstund.

Spilað var í tveimur riðlum og efstu tvö liðin úr hvorum riðli spiluðu svo til úrslita.

Dímon/Hekla yngri bar sigur úr býtum í úrslitaleik við Hamar og er þar með Hraðmótsmeistari 2025. Þetta er í fjórða sinn sem sameiginlegt lið Dímonar og Heklu nær titli á mótinu. Hamarskonur, sem hafa 18 sinnum fagnað sigri á mótinu, urðu í öðru sæti og Hrunakonur enduðu í þriðja sæti, en þær unnu Dímon-Heklu ungar í leik um 3. sætið.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.hsk.is.

Fyrri greinFlosareiðin 2016
Næsta greinJóhanna Ýr gefur ekki kost á sér