Davíð sjónarmun á undan Hafsteini

Götuhjólreiðaáskorunin Tour de Hvolsvöllur fór fram í morgun en þá hjóluðu um 130 manns frá Reykjavík, Selfossi og Hellu.

Fyrstur í 110 km keppninni frá Reykjavík var Davíð Þór Sigurðsson og fékk hann tímann 3:04,50 klst en Hafsteinn Ægir Geirsson var aðeins sjónarmun á eftir Davíð. Í kvennaflokki var María Ögn Guðmundsdóttir fyrst og kom hún í mark á tímanum 3:08,05 klst.

Fyrstur í 48 km keppninni frá Selfossi var Magnús Rafnsson á tímanum 1:31,50 klst. Í kvennaflokki kom Ólöf Pétursdóttir fyrst í mark á tímanum 1:32,04 klst.

Fyrri greinEinn og yfirgefinn í ræktinni
Næsta greinVeiðivötnin lifna við