Darri og Guðmundur verðlaunaðir

Þórsararnir Darri Hilmarsson og Guðmundur Jónsson voru verðlaunaðir á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Darri Hilmarsson var valinn prúðasti leikmaður Domino’s-deildar karla og Guðmundur besti varnarmaðurinn.

Sunnlendingar fengu fleiri verðlaun á lokahófinu því Mýrdælingurinn Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, var valinn besti leikmaður Domino’s-deildar karla.

Fyrri greinFyrsta námskeiðið fyrir fatlaða á Hvolsvelli
Næsta greinEinar sópaði að sér verðlaunum