Darri og Guðmundur verðlaunaðir á lokahófi KKÍ

Þórsararnir Darri Hilmarsson og Guðmundur Jónsson voru verðlaunaðir á lokahófi KKÍ sem fram fór í Njarðvík í kvöld.

Darri var valinn prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla og Guðmundur besti varnarmaðurinn.

Mýrdælingurinn Justin Shouse, Stjörnunni, var valinn besti leikmaður deildarinnar.

Aðeins einn leikmaður liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn var í úrvalsliði Iceland Express-deildar karla, Sigurður G. Þorsteinsson, Grindavík.