Dapurt hjá FSu

FSu náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Hamri í síðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta. Liðið steinlá í gærkvöldi þegar það heimsótti Hauka í Schenkerhöllina.

FSu var varla með í 1. leikhluta, Haukar komust í 16-3 og staðan var 19-7 að leikhlutanum loknum. Selfyssingar hresstust nokkuð í upphafi 2. leikhluta og minnkuðu muninn í 21-17 en þá tóku Haukar við sér og juku forskotið aftur. Staðan var 35-23 í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en Haukar kláruðu leikinn á síðustu mínútum 3. leikhluta og upphafi þess fjórða þegar þeir skoruðu fimmtán stig í röð og náðu 30 stiga forskoti, 67-37. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Hauka sem sigruðu 82-57.

Daði Berg Grétarsson skoraði 20 stig fyrir FSu og Ari Gylfason 16 en aðrir komust ekki á flug í sókninni.

Fyrri greinAuðvelt hjá Hamri gegn Augnabliki
Næsta greinListi Samfylkingarinnar tilbúinn