Danir sigursælir í Henglinum

Danska landsliðið í utanvegahlaupum. Ljósmynd/Salomon Hengill Ultra

Salomon Hengill Ultra fór fram í miðbæ Hveragerðis um helgina. Þetta er ellefta árið sem keppnin fer fram en utanvegahlaup hafa vaxið gríðarlega í vinsældum á síðustu árum. Alls voru 1.138 keppendur skráðir til leiks og áttu allir frábæran dag í Hveragerði.

Danska landsliðið í utanvegahlaupum kom sá og sigraði og þau röðuðu sér í öll efstu sætin í 26 km brautinni. Max Boderskov og Stine Baekgaard Olsen sigruðu vegalengdina í þessari vegalengd.

Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppendinn sem kláraði 100 mílna hlaupið (163 kílómetra. Hann kom í mark eftir 31 klukkustund, 17 mínútur og 20 sekúndur. Davíð var fyrsti keppandinn sem hljóp af stað á föstudag og var síðasti keppandinn í mark í gærkvöldi.

Hlynur Guðmundsson vann 106 km flokkinn á 13:05:01 klst og Sigrún Magnúsdóttir, eina konan sem hljóp 106 km kom í mark á 20:52:10 klst. Snorri Björnsson og Anna Berglind Pálmadóttir sigruðu 53 km keppnina. Snorri hljóp á 4:48,48 klst og Anna Berglind á 5:50,19 klst

Skipuleggjendur þakka keppendum þátttökuna og bæjarbúum velvild og gestrisni á frábærum degi í Hveragerði. Salomon Hengill Ultra 2023 fer næst fram fram dagana 2. og 3. júní 2023.

ALMENN ÚRSLIT eru á www.timataka.net

Helstu úrslit:

106 km í karlaflokki
Hlynur Guðmundsson 13:05:01
Felix Starker 13:17:34
Kjartan Rúnarsson 15:24:21

53 km í karlaflokki
1. Snorri Björnsson 04:48:48
2. Þorsteinn Roy Jóhannsson 04:50:31
3. Sigurjón Ernir Sturluson 04:52:48

53 km í kvennaflokki
1. Anna Berglind Pálmadóttir 05:50:19
2. Hildur Aðalsteinsdóttir 05:55:47
3. Hulda Elma Eysteinsdóttir 06:03:14

26 km í karlaflokki
1. Max Boderskov 01:37:39
2. Christian Norfelt 01:40:32
3. Anders Poul 01:43:59

26 km í kvennaflokki
1. Stine Baekgaard Olsen 01:56:34
2. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 01:59:09
3. Kathrine Hojgaard Hansen 02:00:38

26 km miðnætur-ræsing í kvennaflokki
1. Sonja Sif Jóhannsdóttir 02:16:27
2. Steinunn Leifsdóttir 02:23:54
3. Eyrún Ösp Eyþórsdóttir 02:29:00

26 km miðnætur-ræsing í karlaflokki
1. Reynir Jónsson 02:09:14
2. Kristján Friðgeir Kristjánsson 02:22:16
3. Marteinn Urbancic 02:24:54

53 km miðnætur-ræsing í kvennaflokki
1. Rakel María Hjaltadóttir 07:43:52
2. Gunnhildur Ásta Traustadóttir 08:03:55
3.-4. Bára Hlynsdóttir 08:26:25
3.-4. Jónína Gunnarsdóttir 08:26:25

53 km miðnætur-ræsing í karlaflokki
1. Egill Gunnarsson 06:59:12
2. Klemenz Sæmundsson 06:59:52
3. Arnar Sveinn Geirsson 07:15:22

Davíð Rúnar Bjarnason hljóp 100 mílur, eða 163 kílómetra. Ljósmynd/Salomon Hengill Ultra

Fyrri greinEruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
Næsta greinLandsbankinn styrkir GOS áfram