Daniels með þrennu fyrir Ægi

William Daniels skoraði öll mörk Ægis sem vann mikilvægan útisigur, 0-3, á Njarðvík í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Daniels kom Ægi yfir á 22. mínútu og bætti svo við öðru marki á 41. mínútu. Staðan var 0-2 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var markalaus allt þar til Daniels kórónaði þrennuna á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Með sigrinum skutust Ægismenn upp um fjögur sæti í jafnri botnbaráttu 2. deildarinnar og fór meðal annars uppfyrir Njarðvík. Ægir hefur nú 11 stig í 7. sæti.

Fyrri grein„Þetta var sæmilegt í kvöld“
Næsta greinEldur kviknaði í örbylgjuofni