Daníel tryggði Hamri mikilvæg stig

Hamar vann mikilvægan sigur á Létti í A-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur á Grýluvelli voru 2-0.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 77. mínútu að Daníel Rögnvaldsson kom Hamri yfir. Hann tvöfaldaði svo forystu Hamars á lokamínútu leiksins með öðru marki sínu.

Með sigrinum skaust Hamar upp í 2. sæti riðilsins með 18 stig og skildi Létti eftir í 4. sæti með 12 stig.

Fyrri grein„Gíruðum okkur vel inni í seinni hálfleikinn“
Næsta greinRáðið í nýtt starf markaðs- og kynningarfulltrúa