Daníel stóðst prófið

Sl. laugardag þreytti Daníel Jens Pétursson, yfirkennari taekwondodeildar Umf. Selfoss, gráðupróf í taekwondo.

Daníel var að taka 2. Dan gráðu fyrir svart belti og stóðst hann prófið með glans, enda í toppformi. Hann er nú eini Sunnlendingurinn með 2. Dan í taekwondo á Suðurlandi.

Prófið fór fram í Combat-Gym í Reykjavík og prófdómarar voru Master Sigursteinn Snorrason 5. Dan og Arnar Bragason 2. Dan formaður Taekwondosambands Íslands.