Daníel framlengir samning við Selfoss

Daníel Karl Gunnarsson. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Daníel Karl Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.

Daníel, sem er aðeins 19 ára gamall, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur og stimplaði sig þar rækilega inn.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni er þessum tíðindum fagnað og verður gaman að fylgjast með Daníel og öllum þeim fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp í yngriflokkastarfinu á Selfossi á komandi árum.

Fyrri greinSamið við Guðmund Tyrfingsson um akstursþjónustu
Næsta greinLaxabakki friðlýstur