Dalton og Brockway í Selfoss

Selfyssingar hafa samið við markvörðinn Michele Dalton og miðvörðinn Tiana Brockway um að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar.

Þær koma til landsins á morgun ásamt Valorie O’Brien sem lék með Selfyssingum í fyrra og verða þær allar gjaldgengar í fyrsta leik Selfoss í Lengjubikarnum gegn KR á sunnudaginn.

“Þetta eru öflugir leikmenn sem við erum að fá. Tiana kemur úr FSU, einum sterkasta skólanum í Bandaríkjunum, þar sem hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. Michele er búin að spila í Amerísku-deildinni og er sterkur markmaður,” sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinUppfært: Búið að opna yfir Hellisheiði og Þrengslin
Næsta greinSelfoss semur við Englending og Króata