Dagur Fannar og Soffía Náttsól sigruðu

Víðavangshlaup Umf. Þjótanda fór fram á sumardaginn fyrsta. Sú nýbreytni var þetta árið að hlaupið hófst kl 11:00 og ekki var boðið uppá kaffi að hlaupi loknu.

Þetta nýja fyrirkomulag gafst vel og það voru 59 þátttakendur sem hlupu í blíðskapar veðri.

Sigurvegari í karlaflokki var Dagur Fannar Einarsson og sigurvegari í kvennaflokki var Soffía Náttsól Andradóttir.

Elsti keppandi hlaupsins var 68 ára en sá yngsti ekki orðinn ársgamall.

Þess má til gamans geta að í ár hljóp Sigmar Örn Aðalsteinsson í 31. skipti í röð í hlaupinu en það þýðir að hann hefur hlaupið á hverju ári utan fyrstu tveggja æviáranna.

Greint er frá þessu í maíblaði Áveitunnar.

Hér fyrir neðan eru tíu efstu hlaupararnir:

1. Dagur Fannar Einarsson ´02 5:04mín
2. Daði Kolviður Einarsson ´05 6:17mín
3. Sigurjón Reynisson ´05 6:20mín
4. Soffía Náttsól Andradóttir ´06 7:12mín
5. Þórunn Elfa Bjarkadóttir ´76 7:20mín
6. Arnór Leví Sigmarsson ´07 7:27mín
7. Unnsteinn Reynisson ´03 7:32mín
8. Jón Finnur Ólafsson ´06 7:44mín
9. Hjalti Geir Jónsson ´06 7:56mín
10. Hlynur Jónsson ´09 8:09mín

Fyrri greinRútuslys á Mýrdalssandi
Næsta greinRagnar í liði ársins