Um síðustu helgi fór Meistaramót Íslands í fjölþrautum fram í Laugardalshöllinni. Keppt var í fimmtarþraut hjá konum og 15 ára piltum og sjöþraut hjá 16 ára og eldri piltum/körlum.
HSK Selfoss átti tvo fulltrúa sem stóðu sig með miklum sóma. Þetta voru þeir Dagur Fannar Einarsson Selfoss sem tók bronsverðlaun í 16 – 17 ára flokki og Anthony Karl Flores Laugdælum sem varð fimmti í sama flokki en átta keppendur reyndu með sér í þessum flokki í sjöþraut.
Árangur stákana var eftirfarandi í greinunum:
Dagur Fannar: 60 m. 7,55 sek. – langstökk 6,08 m. – kúlauvarp 11,88 m. (5kg) – hástökk 1,65 m. – 60 m. grindahlaup 9,61 sek. – stangarstökk 2,80 m. og 1000m hlaup 2;50, 50 mín. = 4090 stig og þriðja sætið.
Anthony Karl: 60m 7,97 sek. – langstökk 5,47 m. – kúluvarp 9,55 m. (5kg) – hástökk 1,56 m. – 60 m. grindahlaup 9,59 sek. – stangarstökk 2,80m og 1000m hlaup 3;10,22 mín. = 3434 stig sem er bæting.
Næsta mót er MÍ 15 – 22 ára sem verður um næstu helgi, 17. – 18. febrúar í Kaplakrika en þangað ætlar HSK Sefoss að fjölmenna og gera góða hluti.