„Dágóður slatti af óskhyggju“

Stuðningsmannasíða Selfyssinga hefur birt spá fyrir Pepsi-deild karla sem hefst eftir tíu daga. Selfossliðinu er þar spáð 8. sæti.

Hópur valinkunnra sófaspekinga á selfoss.org raðaði liðunum upp þannig að efsta liðið fékk tólf stig og neðsta liðið eitt stig. Selfyssingar spá KR Íslandsmeistaratitli en KR fékk 101 stig í spánni og var rétt á undan FH.

Selfyssingar spá heimaliðinu 8. sæti. “Það var auðvitað dágóður slatti af óskhyggju í spám okkar og er allt hafði verið talið endaði Selfoss í 8.sæti. Við værum flestir mjög sáttir með það og allt ofar væri mikill bónus,” sagði Einar Matthías Kristjánsson, ritstjóri selfoss.org, í samtali við sunnlenska.is.