Dagný tryggði Íslandi sigur

Dagný Brynjarsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sigur í fyrsta leik Algarve-mótsins í Portúgal í dag. Ísland sigraði 2-1.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Íslandi yfir strax á fimmtu mínútu leiksins en Belgar jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks, 1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var markalaus allt þar til í uppbótartíma að Dagný skoraði sigurmarkið með góðu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Hallberu Gísladóttur.

Hólmfríður Magnúsdóttir var í byrjunarliði Íslands en Dagný og Hrafnhildur Hauksdóttir byrjuðu á bekknum. Dagný kom svo inná fyrir Hólmfríði á 60. mínútu en Hrafnhildur kom ekki við sögu í leiknum.

Næsti leikur Íslands er gegn Danmörku á föstudaginn og hefst leikurinn klukkan 15:00.

Fyrri greinSpennandi stigakeppni milli Heklu og Þjótanda
Næsta greinHamar tapaði úti