Dagný tryggði Florida meistaratitil

Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir tryggði í gærkvöld knattspyrnuliði Florida State-háskólans sigur í Atlantshafsdeildinni í Bandaríkjunum þegar hún skoraði sigurmarkið í úrslitaleik hennar gegn Virginia Tech.

Þetta reyndist eina mark leiksins og var það tíunda mark Dagnýjar á tímabilinu en hún hefur verið í stóru hlutverki hjá þessu öfluga háskólaliði.

Dagný var jafnframt valin í 11 manna úrvalslið deildarinnar sem var tilkynnt í gærkvöld en í því eru fimm leikmenn Florida State. Lið hennar er talið þriðja sterkasta háskólalið Bandaríkjanna og er á leið í úrslitakeppni háskólameistaramótsins.

mbl.is greindi frá þessu