Dagný tók fram úr Hólmfríði

Dagný Brynjarsdóttir. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynj­ars­dótt­ir er orðin næst­marka­hæsti leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu frá upp­hafi. Hún skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag.

Markið kom á 28. mín­útu leiks­ins með skalla eft­ir langt innkast Svein­dís­ar Jane Jóns­dótt­ur en Ný-Sjálendingar jöfnuðu metin nokkrum mínútum síðar og þar við sat.

Þar með hef­ur Dagný skorað 38 mörk í 112 lands­leikj­um fyr­ir Íslands hönd. Hún fór fram úr Hólm­fríði Magnús­dótt­ur, sveit­unga sín­um úr Rangár­valla­sýsl­unni, en hún skoraði 37 mörk í 113 lands­leikj­um á ár­un­um 2003 til 2020.

Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir á marka­metið sem verður seint eða aldrei slegið en hún skoraði 79 mörk í 124 lands­leikj­um á ár­un­um 2003 til 2019.

Morgunblaðið greinir frá þessu

Fyrri greinEitt af þessum ógleymanlegu 80’s lögum
Næsta greinValgerður tryggði Íslandi sæti á Evrópuleikunum í sumar