Dagný stigahæst í endurkomuleiknum

Ljósmynd/Hamar-Þór

Hamar-Þór tapaði stórt þegar liðið heimsótti Fjölni-b í 1. deild kvenna í körfubolta í gær.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Fjölnir-b hafði frumkvæðið og leiddi 23-17 í hálfleik. Ekkert gekk í sókninni hjá Hamri-Þór í upphafi seinni hálfleiks, liðið skoraði aðeins 2 stig í 3. leikhluta og þar lagði Fjölnir-b grunninn að sigrinum.

Staðan var 35-19 þegar 4. leikhluti hófst og þar jókst munurinn enn frekar. Lokatölur urðu 54-30.

Hamar-Þór er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig, eins og Fjölnir-b sem er í 4. sætinu.

Dagný Lísa Davíðsdóttir var stigahæst í liði Hamars-Þórs í sínum fyrsta leik með liðinu í vetur. Dagný lék síðast með Hamri tímabilið 2013-2014 en hefur síðan spilað í Bandaríkjunum. Dagný Lísa skoraði 11 stig og tók 9 fráköst, en næst henni kom Hrafnhildur Magnúsdóttir með 7 stig.

Fyrri greinKFR áfram í bikarnum – Selfoss úr leik
Næsta greinRasimas skellti í lás