Dagný skoraði tvisvar fyrir Ísland

Dagný fagnar marki með landsliðinu. Mynd úr safni. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk og átti frábæran leik þegar Ísland vann Hvíta-Rússland 6-0 í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í dag.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Dagný skoraði þriðja mark Íslands á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Þær bláklæddu voru ekki hættar og röðuðu innmörkum á lokakafla leiksins og Dagný skoraði sitt annað mark á 81. mínútu og kom Íslandi í 5-0.

Sif Atladóttir, leikmaður Selfoss, sat á varamannabekknum allan tímann.

Með sigrinum fer Ísland á toppinn í sínum riðli og spilar úrslitaleik gegn Hollandi ytra á þriðjudaginn. Jafntefli dugar Íslandi þar til þess að komast beint á HM en sigri Hollendingar fer Ísland í umspil um sæti á mótinu.

Fyrri greinÓlafur bætti héraðsmet í sleggju
Næsta greinSjö sækja um starf hjúkrunarforstjóra