Dagný skoraði sigurmark Íslands

Ísland fagnar marki Dagnýjar. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 1-0 sigur gegn Norður Írlandi í fyrsta leik liðsins á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni í dag.

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu þegar fyrirgjöf hennar frá hægri sveif yfir markvörð Norður-Íranna og í netið.

Bæði lið fengu fleiri færi í leiknum og Norður-Írarnir sóttu nokkuð stíft undir lokin en íslenska liðið stóðst pressuna.

Liðið mætir Skotlandi í næsta leik á laugardag og Úkraínu á þriðjudag.

Fyrri greinEspiflöt fékk landbúnaðarverðlaunin 2020
Næsta greinHraðakstur þrátt fyrir rysjótta tíð