Dagný skoraði tvö í stórsigri Íslands

Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss og FSU, skoraði tvívegis þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu skellti Serbíu 9-1 í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í dag.

Staðan var 3-0 í hálfleik en íslenska liðið setti í fluggírinn í síðari hálfleik. Dagný kom Íslandi í 5-1 á 63. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu og hún skoraði svo níunda og síðasta mark Íslands á 84. mínútu með hnitmiðuðu skoti úr vítateignum.

Guðmunda Brynja Óladóttir sat allan tímann á varamannabekknum.

Fyrri greinGróðurspretta mæld af vísindalegri nákvæmni
Næsta greinLíkur á gasmengun sunnanlands