Dagný skoraði mark Íslands

Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli gegn Tékklandi á útivelli í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu í dag.

Dagný kom Íslandi yfir með frábæru skallamarki á 44. mínútu eftir fyrirgjöf Elínar Mettu Jensen. Tékkar jöfnuðu á 63. mínútu og þar við sat, þrátt fyrir góð færi beggja liða í leiknum.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með 7 stig eftir þrjá leiki, en Þjóðverjar eru í toppsætinu með 9 stig eftir fjóra leiki. Næstu landsleikir Íslands verða í apríl á næsta ári.

Fyrri greinHringlaga hús með fágaðri og látlausri ásýnd
Næsta grein„Við hefðum vel getað unnið“