Dagný skoraði í sigri Íslands

Dagný Brynjarsdóttir skoraði eitt marka Íslands í öruggum 5-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í knattspyrnu í Minsk í dag.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins, Harpa Þorsteinsdóttir fylgdi því eftir með því að gera þrennu, og Dagný innsiglaði glæsilegan 5-0 sigur á 85. mínútu leiksins.

Hólmfríður Magnúsdóttir byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná á 60. mínútu.

Þessi úrslit þýða að Ísland fylgir Skotlandi fast eftir í baráttunni um efsta sæti 1. riðils. Skotland er á toppnum með fullt hús eftir fimm leiki og Ísland er í öðru sæti, einnig með fullt hús stiga, en hefur leikið fjóra leiki. Þessi tvö lið mætast í Skotlandi í júní.

Fyrri greinML átti vinsælasta atriðið
Næsta greinHrunamenn og Hamar meistarar