Dagný skoraði í opnunarleiknum

Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrra mark Portland Thorns þegar liðið sigraði Orlando Pride 2-1 á heimavelli í opnunarleik bandarísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.

Orlando komst yfir snemma leiks en Dagný jafnaði metin með góðu skoti af stuttu færi eftir frábæra sókn og sendingu frá Tobin Heath. Lindsey Horan tryggði Portland svo sigurinn undir lok leiks.

Mikil stemmning var á vellinum í Portland en áhorfendur voru rúmlega 16 þúsund talsins.

„Ótrúleg upplifun að fá að vera atvinnumaður hèrna í Portland. 16.000+ manns á vellinum, blys í miðjum leik og flugeldar í þjóðsöngnum, plús allir hinir litlu hlutirnir sem láta manni líða eins og kvennafótbolti skipti máli, því þó að við sèum ekki karlkyns þá er komið fram við okkur eins og atvinnumenn,“ sagði Dagný í færslu á Facebooksíðu sinni.

Fyrri greinGestahús brann til kaldra kola
Næsta greinBrotist inn í hesthús í Þorlákshöfn