Dagný skaut Íslandi í 8-liða úrslitin

Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar Ísland vann Holland 1-0 á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag. Ísland er því komið í 8-liða úrslit.

Þetta er fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins í úrslitakeppni Evrópumóts.

Íslendingar voru sterkari í fyrri hálfleik og Dagný kom liðinu yfir á 30. mínútu. Hollendingar voru mun ákveðnari í seinni hálfleik og Ísland átti verulega undir högg að sækja þó að lítil hætta skapaðist upp við markið.

Báðir Rangæingarnir í liði Íslands, Dagný og Hólmfríður Magnúsdóttir spiluðu allan leikinn og var Dagný valin maður leiksins.

Fyrri greinNý brú hjá Núpstað
Næsta greinJafnt hjá Árborg en Stokkseyri tapaði