Dagný og Guðmunda skoruðu í átta marka sigri

Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu báðar þegar Ísland lagði Möltu 0-8 í undankeppni HM í knattspyrnu í dag.

Liðin mættust á Möltu þar sem Dagný var í byrjunarliðinu og skoraði hún fjórða mark Íslands á 33. mínútu. Staðan var 0-4 í hálfleik.

Guðmunda Brynja og Hólmfríður Magnúsdóttir komu báðar inn af varamannabekknum á 67. mínútu og Guðmunda komst á blað tuttugu mínútum síðar þegar hún skoraði sjöunda mark Íslands í leiknum. Þetta var fyrsta A-landsliðsmark Guðmundu.

Ísland er í 2. sæti í sínum riðli og mætir næst toppliði Sviss á heimavelli á Laugardalsvellinum 8. maí nk.

Fyrri greinVorfuglar í Eggjaskúrnum
Næsta greinTöpuðu niður tveggja marka forystu