Dagný og Guðmunda fara til Algarve

Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmenn Pepsi-deildarliðs Selfoss í knattspyrnu, eru báðar í A-landsliðshópi kvenna sem keppir í Algarve-bikarnum í Portúgal í byrjun mars.

Rangæingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir sem leikur með Avaldsnes í Noregi er ekki í hópnum að þessu sinni vegna meiðsla. Leikmannahópurinn var tilkynntur í dag og telur hann 23 leikmenn.

Mótið hefst 5. mars og er fyrsti leikur Íslands gegn stórliði Þýskalands. Næst er leikið gegn Noregi tveimur dögum síðar og síðasti leikur riðlakeppninnar verður gegn Kína þann 10. mars. Allir leikir um sæti fara fram 12. mars.