Dagný Lísa til Bandaríkjanna í háskólaboltann

Hvergerðingurinn Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur þegið boð Niagara University um að spila með körfuknattleiksliði skólans næstu þrjú árin.

Dagný Lísa verður á fullum skólastyrk við skólan sem spilar í fyrstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum og er eftir því best er vitað fyrsti leikmaður Hamars sem hefur fengið þennan styrk.

Á heimasíðu Hamars er þessu fagnað og um leið er ungum iðkendum bent á hvað hægt er að gera með elju og dugnaði eins og Dagný hefur sýnt allan sinn feril.

Fyrri greinÓvissu-jeppaferð á laugardag
Næsta greinKK í Hveragerði