Dagný í liði ársins

Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir sem leikur með knattspyrnuliði Florida State háskólans (FSU) var valin í lið ársins í bandaríska háskólaboltanum en lið hennar fór alla leið í úrslitaleikinn um titilinn.

Dagný var í byrjunarliðinu í 25 leikjum á tímabilinu og var efst hjá liðinu í stigum (33, mörk + stoðsendingar), mörkum (14), skotum (74), skotum á mark (37) og sigurmörkum en hún tryggði Florida State sigur í sjö leikjum. Hún er önnur af tveimur leikmönnum FSU í úrvalsliðinu en hin er Kassey Kallman.

Dagný mun leika með Selfyssingum í Pepsi-deildinni á komandi sumri en hún gekk í raðir félagsins í lok desember sl.

Vísir greindi frá þessu

Fyrri greinÖkumenn víða í vandræðum – Sjúkrabíll fastur á Hellisheiði
Næsta greinFjörutíu manns bjargað af Lyngdalsheiði