Dagný, Fríða og Gumma til Algarve

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir Algarve æfingamótið sem hefst í næstu viku.

Þrír Sunnlendingar eru í hópnum, Rangæingarnir Dagný Brynjarsdóttir, FC Bayern og Hólmfríður Magnúsdóttir sem leikur með Avaldsnes og Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss.

Algarve mótið hefst 4. mars en Ísland er með Sviss, Noregi og Bandaríkjunum í riðli.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Ferðamaður fauk um koll
Næsta greinHvaða áhrif hefur ný brú yfir Ölfusá?