Dabetic jafnaði fyrir Ægi

Stefan Dabetic skoraði fyrir Ægi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn heimsóttu Augnablik í Kópavoginn í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Heimamenn komust yfir eftir fimmtán mínútna leik og fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Stefan Dabetic jafnaði metin fyrir Ægi í upphafi seinni hálfleiks og þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða urðu mörkin ekki fleiri.

Ægir og Augnablik eru bæði með 4 stig eftir tvo leiki, á efri hluta stigatöflunnar.

Fyrri greinSelfoss mætir Hamri í undanúrslitum
Næsta greinÞriðji sigur Selfoss í röð