Cunningham með 30 stig og 20 fráköst í sigri á Sindra

Christian Cunningham var stigahæstur Selfyssinga með 24 stig og 22 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar unnu góðan sigur á Sindra á útivelli í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 79-88.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en staðan var 43-43 í hálfleik. Selfyssingar reyndust sterkari í seinni hálfleiknum og náðu með góðri baráttu að knýja fram sigur á lokakaflanum.

Christian Cunningham var stigahæstur Selfyssinga með 30 stig og 20 fráköst – sæmilegt framlag þar. Kristijan Vladovic skoraði 24 stig og þeir Rhys Sundimalt og Alexander Gager skoruðu báðir 8 stig.

Við þessi úrslit höfðu liðin sætaskipti á töflunni. Selfyssingar eru nú í 6. sæti deildarinnar með 4 stig en Sindri er í 7. sætinu með 2 stig.

Fyrri greinEllefu kærðir fyrir símanotkun við akstur
Næsta greinFyrsta umferðin tefld í dag