Craig Dean: Hlakka til að koma aftur á Selfoss

Knattspyrnuakademía Íslands verður með morgunnámskeið á Selfossi í samstarfi við knattspyrnudeild Selfoss 20. apríl – 5. maí.

Meðal þjálfara á þessu námskeiði er Craig Dean þjálfari hjá Newcastle á Englandi en Dean þjálfaði á Selfossi fyrir nokkrum árum og spilaði þar áður með Man. Utd.

Sunnlenska.is hafði samband við Dean sem sagðist hlakka mikið til að koma aftur á Selfoss. “Ég man eftir því þegar ég þjálfaði á Selfossi hvað það voru margir efnilegir krakkar þarna, sem eiga mikla möguleika að ná langt í fótbolta og vonast ég til þess að þeir mæti á þetta námskeið svo að ég fái að sjá þau aftur.”

Í dag starfar Dean við hæfileikamótun knattspyrnumanna í akademíunni hjá enska stórliðinu Newcastle.

Námskeið Knattspyrnuakademíunnar hafa verið gífurlega vinsæl í gegnum tíðina og færri komist að en viljað. Hægt er að finna nánari upplýsingar um námskeiðið á umfs.is

Fyrri greinHvolsskóli leigir tæki af Blindrafélaginu
Næsta greinSöngtónleikar Kristrúnar á Stokkalæk