Cornelia framlengir

Cornelia Hermansson. Ljósmynd/Selfoss

Markvörðurinn Cornelia Hermansson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.

Cornelia kom til Selfoss árið 2022 frá sænska liðinu Kärra HF en áður hafði hún einnig leikið með Önnereds HK. Hún hefur staðið vaktina vel í rammanum hjá Selfyssingum en liðið sigraði í 1. deildinni í vetur og tryggði sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

„Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Cornelia skuli halda tryggð við félagið og verður spennandi að fylgjast með henni ásamt meistaraflokk kvenna í Olísdeildinni á komandi tímabili,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinBýst við fleiri smitum næstu vikurnar
Næsta greinÞjótandi bauð lægst í Dímonarveg