Cook til liðs við Þór

Úrvalsdeildarlið Þórs í körfubolta hefur ráðið til sín bandaríska leikmanninn Mike Cook.

Cook kemur frá Fíladelfíu eins og svo margir bandarískir leikmenn Þórs undanfarin ár. Hann er 29 ára og hefur undanfarin ár leikið mest í heimalandinu fyrir utan 3 vikur í Katar á síðasta tímabili.

Hann kemur frá Pittsburgh háskólanum og var þar með um 10 stig á leik að meðaltali. Kappinn er 192 cm á hæð og vegur um 100 kg. Hann á að vera mjög fjölhæfur og geta leikið 3-4 stöður á vellinum.

Á heimasíðu Þórs segjast menn binda vonir við að þessi reynslubolti reynist ungu Þórsliði vel í vetur en leikmannahópur liðsins töluvert breyttur frá síðasta vetri.

Fyrri greinStangaveiði lokið í Veiðivötnum
Næsta greinHeimir og Halldór sigruðu í jeppaflokki