Claire og Sigurður sigruðu

Sunnlendingar voru sigursælir í Sleðahundakeppni Íslands sem haldin var á Akureyri í dag. Claire Thuilliez og Sigurður Birgir Baldvinsson í Hólmaseli í Flóa sigruðu hvort í sínum flokknum.

Keppnin var á vegum Icehusky, Draghundasports og IFSS en brautin lá um Hamarssvæðið, niður í Kjarnaskóg og út í Naustaborgir. Alls tóku fimm lið þátt, tvö sex hunda lið og þrjú fjögurra hunda lið. Keppnisaðstæður voru nokkuð erfiðar en hiti var við frostmark og blaut snjókoma sem gerði brautina þyngri yfirferðar, auk þess sem nokkuð var um klaka í brautinni sem reyndi mikið á hundana.

Besta tímann átti Sigurður Birgir en hann sigraði örugglega og fór brautina á 1:44,32 klst en í liði hans voru fjórir grænlenskir sleðahundar. Páll Tryggvi Kristinsson á Eyrarbakka varð í 3. sæti í flokki fjögurra hunda á tímanum 2:41,46.

Úrslit og tímar:

Sex hundar:
1. sæti – Claire Thuilliez – 1:50,02
2. sæti – Birgir Hólm Þórhallsson – 1:55,15

Fjórir hundar:
1. sæti – Sigurður Birgir Baldvinsson – 1:44,34
2. sæti – Haraldur Ólafsson – 2:18,32
3. sæti – Páll Tryggvi Karlsson – 2:41,46

Fyrri greinHamar úr leik í bikarnum
Næsta greinÓk yfir vegrið og valt