Cintamani gerist aðalstyrktaraðili Suðurlandsdeildarinnar

Magnús Benediktsson og Einar Karl Birgisson handsöluðu samninginn á dögunum. Ljósmynd/Aðsend

Cintamani verður aðalstyrktaraðili Suðurlandsdeildarinnar í hestaíþróttum í vetur. Samningur um þetta var undirritaður á dögunum.

Þrettán lið eru skráð til leiks í Suðurlandsdeild Cintamani í vetur. Það styttist í fyrsta mót deildarinnar en deildin hefst í Rangárhöllinn með keppni í Parafimi þann 7. mars næstkomandi. Öll mótin verða í beinni útsendingu á Alendis TV.

Fyrri greinPálmi Gunnars stígur á Sviðið
Næsta greinFortis bauð lægst í steypuvinnu