11.7 C
Selfoss
Fimmtudagur 18. júlí 2024
Heim Íþróttir Chris Caird framlengir

Chris Caird framlengir

Chris og Gylfi Þorkelsson, formaður Körfuknattleiksfélags Selfoss, handsala samninginn. Ljósmynd/Selfoss karfa

Körfuknattleiksfélag Selfoss og Chris Caird skrifuðu á dögunum undir samning um áframhaldandi samstarf. Fyrri tveggja ára samningur er á lokametrunum en nýi samningurinn er til næstu fimm ára.

Í samningnum felst að Caird verður áfram aðalþjálfari meistaraflokks karla og unglingaflokks, og einnig yfirþjálfari körfuboltaakademíu félagsins við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Samningnum fylgir ítarleg markmiðasetning, þar sem grunnstefin eru þróun ungra leikmanna, uppbygging til framtíðar innan félagsins og áhersla á að aðstoða metnaðarfullt ungt körfuboltafólk við að taka næstu skref fram og upp á við, m.a. að koma sér á framfæri við háskóla í Bandaríkjunum og lið erlendis.

Fyrri greinBrunavarnir Rangárvallasýslu semja við Trésmiðju Ingólfs
Næsta greinSlasaður ferðamaður sóttur í Reykjadal