Chambrelan sagt upp störfum

Stjórn Körfuknattleiksfélags FSu tók þá ákvörðun í dag að aðalþjálfari félagsins, Eloy Doce Chambrelan, myndi hætta störfum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að gengi meistaraflokks karla í 1. deild Íslandsmótsins hefur ekki verið samkvæmt væntingum og þrátt fyrir ákveðnar breytingar og heiðarlegar tilraunir af allra hálfu til að snúa gengi liðsins við hefur það ekki tekist.