Carberry með ótrúlegar tölur í öruggum sigri

Þórsarar unnu öruggan sigur á Njarðvík á útivelli þegar liðin mættust í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-104.

Þórsarar byrjuðu betur í leiknum og leiddu í hálfleik, 48-61. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Þórsarar bættu lítillega við forskotið í báðum leikhlutunum.

Tobin Carberry fór gjörsamlega á kostum í liði Þórs og var með heil 65 framlagsstig. Hann skoraði 38 stig og tók 24 fráköst.

Þór fer í 7. sætinu inn í jólafríið en liðið hefur 10 stig, eins og Skallagrímur og Keflavík. Njarðvíkingar eru með 8 stig og eru í fallsæti í jólafríinu, 11. sætinu.

Tölfræði Þórs: Tobin Carberry 38 stig/24 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 19 stig/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13 stig, Maciej Baginski 10 stig, Davíð Arnar Ágústsson 8 stig, Ragnar Örn Bragason 7 stig, Grétar Ingi Erlendsson 6 stig, Halldór Garðar Hermannsson 3 stig.